Skilmálabreyting og umbreyting skuldabréfa með breytirétti
Reykjavik, Oct. 04, 2024 (GLOBE NEWSWIRE) -- Skilmálabreyting og umbreyting skuldabréfa með breytirétti
Amaroq Minerals (AIM, TSXV, NASDAQ Iceland: AMRQ) (“félagið”) hefur gert samkomulag við eigendur breytanlegra skuldabréfa félagsins um skilmálabreytingu og að þeir nýti breytirétt sinn í hlutabréf í félaginu. Andvirði höfuðstóls skuldabréfanna eru 22,4 milljónir bandaríkjadollara. Mun þessi aðgerð leiða til einföldunar á efnahagsreikningi félagsins, draga úr vaxtabyrði og auka fjárhagslegan sveigjanleika til framtíðar.
Breytanlegu skuldabréfin voru útgefin 1. september 2023 í samræmi við tilkynningu frá félaginu þann dag. Skilmálum skuldabréfanna hefur nú verið breytt á þann veg að heimilt verður að breyta áföllnum vöxtum og skuldbindingargjaldi (e. commitment fee) í hlutabréf í félaginu á verði sem samsvarar síðasta lokaverði hlutabréfanna á TSX Venture Exchange (“TSXV”) fyrir umbreytingu. Skilmálabreytingin er háð endanlegu samþykki TSXV.
Félagið tilkynnir jafnframt að eigendur breytanlegu skuldabréfanna hafa ákveðið að breyta öllum útistandandi höfuðstól skuldabréfanna í 33.629.068 hlutabréf á genginu C$0,90 ásamt öllum áföllnum vöxtum í 1.293.356 hlutabréf á genginu C$1,3.
Félagið og eigendur breytanlegu skuldabréfanna hafa einnig samið um að 70% af skuldbindingargjaldi skuldabréfanna, um 3,1 milljón bandaríkjadollara, verði greiðanlegt strax. Eigendur breytanlegu skuldabréfanna hafa ákveðið að breyta þeirri fjárhæð í 3.307.502 hlutabréf á genginu C$1,3.
Með fyrirvara um endanlegt samþykki TSXV gerir félagið ráð fyrir að gefa út samtölu ofangreindra hlutabréfa í október 2024.
Umbreyting á áföllnum vöxtum og skuldbindingargjaldi í hlutabréf fellur undir “Shares for Debt” samkvæmt Policy 4.3 hjá TSXV og skulu vextir og skuldbindingargjald greidd með útgáfu nýrra hluta. Umbreytingin er háð endanlegu samþykki TSXV.
Fyrirspurnir:
Amaroq Minerals Ltd.
Eldur Olafsson, forstjóri
eo@amaroqminerals.com
Eddie Wyvill, viðskiptaþróun
+44 (0)7713 126727
ew@amaroqminerals.com
Stifel Nicolaus Europe Limited (Nominated Adviser and Joint Broker)
Callum Stewart
Varun Talwar
Simon Mensley
Ashton Clanfield
+44 (0) 20 7710 7600
Panmure Liberum (UK) Limited (Joint Broker)
Scott Mathieson
Kieron Hodgson
+44 (0) 20 7886 2500
Camarco (Financial PR)
Billy Clegg
Elfie Kent
Fergus Young
+44 (0) 20 3757 4980
Fyrir reglulegar fréttir af félaginu:
Fylgið @Amaroq_minerals á X
Fylgið Amaroq Minerals Ltd á LinkedIn
Um Amaroq Minerals
Amaroq Minerals er auðlindafélag sem stundar rannsóknir og námuvinnslu á Suður-Grænlandi. Helsta eign félagsins er 100% eignarhlutur í Nalunaq gullnámunni sem áætlað er að hefji framleiðslu á gulli á árinu 2024. Félagið á einnig safn rannsóknarleyfa á svæðum sem innihalda gull og aðra verðmæta málma, þar á meðal leyfi sem þekja tvö þekkt gullbelti á svæðinu sem og rannsóknarverkefni í Stendalen og Sava-koparbeltinu, þar sem leitað er að málmum á borð við kopar, nikkel, sjaldgæfa jarðmálma (e. rare earths) auk annarra verðmætra málma.
Hvorki TSXV né Regulation Services Provider þess (eins og það hugtak er skilgreint í reglum TSX Venture Exchange) tekur ábyrgð á upplýsingum í tilkynningu þessari.
Related Party Transactions
The “related party transaction” requirements under Policy 5.9 of the TSXV and Multilateral Instrument 61-101 – Protection of Minority Security Holders in Special Transactions ("MI 61-101") do not apply as the Interest Conversion and Commitment Fee Exemption meets the exemption set forth under Section 5.1(h)(iii) of MI 61-101.
For the purposes of the AIM Rules for Companies, ECAM LP is a related party of Amaroq. ECAM LP is an affiliate of GCAM LP, which owns a 49% interest in Gardaq A/S, an Amaroq subsidiary, and has appointed two directors to the subsidiary company board.
As such, the elements of the Interest Conversion and Commitment Fee Conversion (US$3,118,728) constitute Related Party Transactions in accordance with AIM Rule 13.
The Directors consider, having consulted with the Company's Nominated Adviser, that the terms of the transaction are fair and reasonable insofar as the Company's shareholders are concerned.
Inside Information
This announcement contains inside information for the purposes of Article 7 of the UK version of Regulation (EU) No. 596/2014 on Market Abuse ("UK MAR"), as it forms part of UK domestic law by virtue of the European Union (Withdrawal) Act 2018, and Regulation (EU) No. 596/2014 on Market Abuse ("EU MAR").
Legal Disclaimer:
EIN Presswire provides this news content "as is" without warranty of any kind. We do not accept any responsibility or liability for the accuracy, content, images, videos, licenses, completeness, legality, or reliability of the information contained in this article. If you have any complaints or copyright issues related to this article, kindly contact the author above.